Um verkefnið

Verkefnið er unnið af Unu Helgu Jónsdóttur og er lokaverkefni í meistaranámi við fornleifafræðideild Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Gavin Lucas, prófessor í fornleifafræði við HÍ. Una Helga starfar nú sem framkvæmdastjóri hjá menningaferðaskrifstofunni Mundo. Una hefur því ekki bakgrunn í tölvugeiranum en hefur mikinn áhuga á framsetningu fræðiefnis og því að almenningur, leikmenn og börn hafi greiðan aðgang að upplýsingum og fræðsluefni sem snertir alla þjóðina. Tæknilegar hliðar verkefnisins, uppsetning vefsíðu o.fl. voru unnar í sameiningu við eiginmann Unu Helgu, Agnar Darra Lárusson, og kann hún honum innilegar hjartans þakkir fyrir allt.

Viljir þú lesa nánar um verkefnið, aðferðafræðina, takmarkanir, fyrri rannsóknir o.fl. getur þú smellt hér til að nálgast greinagerð höfundar sem fylgir verkefninu.