Neðranes


Mannvistarleifar

Umfjöllun

Sumarið 1980 var gröfuvinna í gangi við bæinn Neðranes í Stafholtstungum, en verið var að grafa fyrir nýju íbúðarhúsi austan við gamla bæinn. Við vinnuna kom upp þó nokkurt magn mannabeina og var Þjóðminjasafninu gert viðvart, sem sendi Lilju Árnadóttur á vettvang til að athuga málið, kanna beinaleifarnar og skoða hvort ummerki um grafir væru til staðar. Lilja tíndi saman beinin sem komið höfðu upp við gröfuvinnuna og gróf eftir þeim sem enn voru í jörðu, þó það væru ekki mörg slík eftir. Ekki sá hún merki um grafir heldur virtist frekar sem grafan hefði hitt á holu sem í hefði verið samtíningur af beinum. Beinin voru send í rannsókn og kom í ljós að þau voru úr í það minnsta tíu einstaklingum, á ýmsum aldri, frá börnum til fullorðinna. Lilja telur að beinin séu úr grafreit eða kirkjugarði sem hafi verið flutt í þessa holu eftir jarðrask á upphaflegum greftrunarstað, og að hugsanlega hafi því verið bænhús á staðnum á miðöldum þó þess sé ekki getið í rituðum heimildum.

Myndir

Nánari heimildir:

Lilja Árnadóttir. (1982). Fundin mannabein í Neðranesi. Í Kristján Eldjárn (ritstsjóri), Árbók Hinz íslenzka fornleifafélags: 1981 (bls. 48 - 50). Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.