Þyrill í Hvalfirði


Mannvistarleifar

Umfjöllun

Sigurður Vigfússon fornleifafræðingur gróf upp tóft við Þyril í Hvalfirði árið 1880. Tóftin hafði í daglegu tali verið kallað hof eða blóthús en tóftin snýr norður-suður og er með hellulögðu afhúsi í norðurhlutanum. Tóftin stendur einnig í halla og voru miklar grjóthleðslur í veggjum hennar. Einnig var merkilegt að gólfið í afhúsinu virtist hafa verið um hálfum metra lægra heldur en gólfið í aðalhúsinu. Aðalhúsið var svo um 57 fet (ca. 17 m) að lengd og um 17 fet (ca. 5 m) að breidd en afhúsið var sömuleiðis um 17 fet (ca. 5 m) að lengd. Steinlögn og steinaraðir hafa verið í byggingunni en Sigurður fann þar ösku og hrossatennur. Hann segist þó hafa grafið af sér allan grun um að húsið hafi verið nýtt fyrir skepnur þar sem hann hafi ekki fundið gólfskán, leifar af heyi eða neitt þvíumlíkt við gröftinn. Áður en uppgröfturinn hófst lét Sigurður taka stóran stein úr vegg tóftarinnar sem ávallt hafði verið kallaður Blótsteinn. Hann segist þess fullviss um að þarna sé um að ræða blóthús sem talað er um í Harðarsögu. Sigurður skildi tóftina eftir með veggjarhleðslum svo aðrir gætu skoðað hana seinna meir. Hinum svokallaða Blótsteini segist hann svo, ásamt fleirum, hafa velt til og skilið eftir.

Myndir

Nánari heimildir:

Sigurður Vigfússon. (1881). Rannsókn á blóthúsinu að Þyrli og fleira í Hvalfirði og um Kjalarnes. Í Árbók Hinz íslenzka fornleifafélags: 1880 - 1881 (bls. 65 - 78). Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.