Hæll í Flókadal


Mannvistarleifar

Umfjöllun

Grafir fundust við gröfuvinnu og var þá fornleifafræðingur kallaður til. Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur, kom á staðinn, hreinsaði frá beinum og fann leifar af þremur gröfum sem hann gróf upp. Beinafræðingur greindi beinin úr gröfunum þremur og komst að eftirfarandi niðurstöðu. Í einni gröfinni var að finna bein úr karlmanni um þrítugt. Úr næstu gröf voru bein úr tveimur einstaklingum, illa farin og vantaði töluvert í þau, og þess vegna var erfitt að greina t.d. kyn, en beinin virðast vera úr karlmanni og barni (barnið hefur verið u.þ.b. 18 mánaða gamalt). Þriðja gröfin var illa farin eftir gröfuvinnu en í henni voru bein nokkurra einstaklinga, líklegast úr einum karlmanni, sterklega byggðum á aldrinum 40-50 ára og 3-4 börnum (eitt þeirra u.þ.b. 9-10 ára, annað 5-6 ára og þriðja 2-3 ára, ásamt broti af bringubeini fjórða barnsins sem líklega var um 2-3 ára, en ekki hægt að staðfesta það.

Myndir

Nánari heimildir:

Guðmundur Ólafsson. (1996). Beinafundur á Hæli í Flókadal. (1996/5). Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.