Skógarnes


Mannvistarleifar

Umfjöllun

Samkvæmt upplýsingum um veitt leyfi til fornleifauppgraftar árið 2008 hefur Kevin P. Smith fengið leyfi til rannsóknar á Skógarnesi í Borgarbyggð. Þar kemur fram að leyfi er veitt til sýnatöku og könnunarskurða svo líklega hefur uppgröfturinn ekki verið yfirgripsmikill (Minjastofnun, e.d.). Skýrsla hefur þó ekki verið gefin út um rannsóknina og því miður náðist ekki í Kevin við vinnslu verkefnisins til að veita nánari upplýsingar. Þó má finna eitt upplýsingaplagg um uppgröftinn á veraldarvefnum, sem Kevin hefur sett saman, en þar kemur fram að svæðið tengdist vinnslu reiðings (mjúkt torf sem sett var ofan á bak hests til að festa klyfberann á svo hesturinn gæti flutt þungar vörur, á borð við timbur og kol, á milli staða). Rannsóknin sýndi að um 11.000 rúmmetrar af reiðingi hafa verið unnir á Skógarnesi, en svæðið er um 12.000 fermetrar að stærð.

Myndir

Nánari heimildir:

Minjastofnun. (e.d.). Fornleifarannsóknir 2008. Sótt 31. ágúst 2020 af http://www.minjastofnun.is/media/frettir/Fornleifarannsoknir-2008.pdfSmith, Kevin P. (2009). Fuel Economy in Early Modern Iceland: Stress and Opportunity During a Period of Climatic Uncertainty at Skógarnes, Iceland. Sótt 31. ágúst 2020 af https://www.academia.edu/1661044/Fuel_Economy_in_Early_Modern_Iceland_Stress_and_Opportunity_During_a_Period_of_Climatic_Uncertainty_at_Sk%C3%B3garnes_Iceland