Geirsdys


Mannvistarleifar

Umfjöllun

Fornleifafræðingurinn Sigurður Vigfússon og félagar höfðu verið að grafa upp tóft í nágrenninu og ákvað Sigurður að nýta tímann og mannsaflann til að grafa upp hina svokölluðu Geirsdys líka. Geirsdys átti að hafa verið sjáanleg á yfirborðinu og var hún staðsett á Þyrilsnesi í Hvalfirði. Grafið var niður á berghellu en engin ummerki um bein eða aðrar mannvistarleifar fundust. Sigurður talar um að hafa séð eina svarta rák í moldinni sem hann telur hafa verið plöntuleifar.

Myndir

Nánari heimildir:

Sigurður Vigfússon. (1881). Rannsókn á blóthúsinu að Þyrli og fleira í Hvalfirði og um Kjalarnes. Í Árbók Hinz íslenzka fornleifafélags: 1880 - 1881 (bls. 65 - 78). Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.