Hítardalur á Mýrum


Mannvistarleifar

Umfjöllun

Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, hefur stundað þó nokkrar rannsóknir á íslenskru klaustrunum. Árin 2013 - 2015 hafði hún umsjón með uppgreftri sem fólst m.a. í könnunarskurðum og jarðsjármælingum á Hítardal á Mýrum. Var þetta hluti af verkefni hennar um kortlangingu klausturlífs á Íslandi. Í Hítardal var rekið klaustur frá árinu 1166 til 1207 og var markmið uppgraftarins að staðsetja klausturrústirnar. Nokkrir könnunarskurðir voru teknir á svæðinu, ásamt því að jarðsegulmælingar voru gerðar, en engar vísbendingar voru um klaustrið sjálft. Ein rúst kom í ljós við jarðsegulmælingarnar en gripirnir sem fundust í könnunarskurði rústarinnar voru nýlegir og því ótengdir klaustrinu. Það sem fannst þar voru m.a. glerbrot og hollensk krítarpípa.

Myndir

Nánari heimildir:

Agnes Stefánsdóttir og Ásta Hermannsdóttir. (2016). Kortlagning klausturlífs á Íslandi. Hítardalur í Borgarbyggð. Í A. Stefánsdóttir og Á. Hermannsdóttir (ritstjórar), Yfirlit yfir fornleifarannsóknir: 2013 (bls. 17). Reykjavík: Minjastofnun Íslands.Steinunn Kristjánsdóttir, Vala Gunnarsdóttir og Helga Jónsdóttir. (2015). Kortlagning klaustra á Íslandi: Hítardalur (Vettvangsskýrsla IX). Reykjavík: höfundar.