Katanes í Hvalfjarðarsveit


Mannvistarleifar

Umfjöllun

Framkvæmdarannsókn á mannvistarleifum undir handleiðslu Hildar Gestsdóttur hjá Fornleifastofnun Íslands fór fram árið 2014. Um sumarið höfðu verið teknir prufuskurðir á svæðinu sem gáfu til kynna að frekari rannsókn væri þörf. Tvö svæði voru grafin upp á staðnum um haustið. Á öðru svæðinu voru tvö mannvirki grafin upp, það eldra var líklega útihús og ekki hægt að aldursgreina það, hið yngra var mögulega reykhús (þar sem það var niðurgrafið) sem hefur verið í notkun fram á f. hl. 20. aldar skv. gripum sem fundust þar. Eftir að hætt var að nota húsið var það nýtt sem ruslagryfja. Á hinu svæðinu fannst eitt mannvirki, það var vegghleðsla eða gerði sem erfitt er að túlka. Það hefur þó ekki verið með þaki og var hellulagt að hluta. Mögulega var það nýtt sem aðhald fyrir skepnur, geymsla eða skjól fyrir beð. Lítið af gripum fannst, þó var þar eitt keramikbrot sem erfitt er að aldursgreina almennilega, en það hefur verið frá því ca. 1500 - f. hl. 19. aldar. Aðrir gripir sem fundust á svæðinu voru m.a. dýrabein, leirker (frá f. hl. 20. aldar), glerflöskur frá því um 1960 og rúðuglerbrot, þó nokkuð af járni (t.d. naglar), viðarleifar og steinar.

Myndir

Nánari heimildir:

Hildur Gestsdóttir og Guðrún Alda Gísladóttir. (2015). Fornleifauppgröftur í Katanesi 2014. Framkvæmdarannsókn. (FS563-14182). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.