Granastaðir


Mannvistarleifar

Umfjöllun

Sumarið 1896 fór Brynjólfur Jónsson, fræðimaður, í rannsóknarleiðangur um hluta vesturlands. Hann skoðaði þá m.a. tóftir sem hann fann við Granastaði í Borgarnesi (sem áður var kallað Digranes). Brynjólfur talar um þrjár tóftir en segir erfitt að átta sig á legu þeirra. Tvær þeirra hafa líklega verið stekkjartóftir og er ein rúst af byggingu, nokkuð stórri, líklega samsettri úr nokkrum tóftum eða herbergjum og hefur hún verið rúmir 22 metrar á eina hlið og tæpir 17 metrar á hina hliðina. Gerðir voru könnunarskurðir á nokkrum stöðum í tóftaröðina, m.a. til að reyna að átta sig á því hvernig hún sneri, en lítið kom í ljós. Að lokum þurfti að hætta greftrinum vegna veðurs en Brynjólfur segist hafa gengið þannig frá tóftinni að hægt væri að rannsaka hana betur síðar.

Myndir

Nánari heimildir:

Brynjólfur Jónsson. (1897). Rannsókn í Mýra- Hnappadals- og Snæfellssýslum sumarið 1896: Granastaðir. Í Árbók Hinz íslenzka fornleifafélags: 1897 (bls. 3 - 4). Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.