Snartarstaðakuml


Mannvistarleifar

Umfjöllun

Vegagerðamenn fundu kuml hjá Snartarstöðum en óljósar heimildir eru um hvernig farið var að því að taka upp þau bein og haugfé sem þar fundust, þ.e. hvort um eiginlegan uppgröft, sem hefur í för með sér jarðrask, er að ræða eða hvort þarna hafi verið á ferðinni lausafundir. Kumlið var á melum og fundust þar mannabein og hrossbein ásamt spjóti og gjarðarhringju.

Myndir

Nánari heimildir:

Kristján Eldjárn. (2016). Í Adolf Friðriksson (ritstjóri) Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi (3. útgáfa). Reykjavík: Mál og menning.