Stóra Drageyri


Mannvistarleifar

Umfjöllun

Árið 2016 var hitaveituskurður grafinn í gegnum tún og norðurjaðar bæjarhóls í landi Stóru Drageyjar í Skorradal. Fornleifafræðingar sem áttu leið um svæðið sáu að mannvistarleifar leyndust í skurðinum og höfðu því samband við Minjastofnun sem krafðist þess að skurðurinn yrði rannsakaður nánar. Fornleifastofnun Íslands kannaði því skurðinn, en verkstjóri var Lísabet Guðmundsdóttir, og komu tvö mannvirki í ljós. Annars vegar var um að ræða útihús byggt ofan á eldri byggingu og virðist það hafa verið nýtt til íveru. Hitt mannvirkið var lítil bygging með eldstæði, en annars var hlutverk þess óljóst. Aldur yngstu minjanna er sagður frá 19. - 20. öld en ekki var hægt að aldursgreina eldri minjar.

Myndir

Nánari heimildir:

Lísabet Guðmundsdóttir. (2016). Fornleifarannsókn á mannvistarleifum í hitaveituskurði í landi Stóru Drageyjar. (FS620-16161). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.